Handbolti

Tveggja marka sigur hjá stelpunum í Slóvakíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu báðar sjö mörk.
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir skoruðu báðar sjö mörk. vísir/ernir
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Slóvakíu, 26-28, í vináttulandsleik í Púchov í dag.

Þetta var annar vináttulandsleikur Íslands í þessari ferð en á laugardaginn tapaði íslenska liðið fyrir því þýska, 32-19.

Ísland spilaði mun betri sóknarleik í leiknum í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 11-15, Íslandi í vil.

Slóvakar áttu ágætis áhlaup í seinni hálfleik en Íslendingar kláruðu dæmið og unnu tveggja marka sigur, 26-28.

Hægri vængurinn var sérstaklega öflugur hjá íslenska liðinu í dag en Birna Berg Haraldsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu sjö mörk hvor. Helena Rut Örvarsdóttir kom næst með sex mörk.

Liðin mætast aftur á morgun.

Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Helena Rut Örvarsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12.


Tengdar fréttir

Stórt tap í Dresden

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk skell gegn því þýska, 32-19, í vináttulandsleik í Dresden í dag. Þjóðverjar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×