Fleiri fréttir

Forseti Real Madrid hvetur Neymar til að ganga til liðs við félagið

Sagan endalausa um Neymar og Real Madrid virðist ætla að halda áfram, þrátt fyrir að PSG hafi í sumar gert Neymar að dýrasta leikmanni heims. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, sagði í viðtali á dögunum að vilji Neymar verða valinn besti leikmaður heims sé aðeins eitt fyrir hann í stöðunni, ganga til liðs við Real Madrid.

Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana

13 leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Varð Pacers þar með fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili.

Tímabilið er undir í Manchester slagnum

Man.City getur náð 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á United í borgarslagnum. Besta sóknin mætir bestu vörninni á Old Trafford.

Stríddu Lionel Messi mikið á Twitter

Fólkið á Twitter-síðunni Genius Football hefur verið svolítið upptekið af útnefningu Cristiano Ronaldo í gær en Portúgalinn fékk þá Gullboltann annað árið í röð og í fimmta sinn á ferlinum.

Luton Town skorar meira en Man City

Manchester City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðist óstöðvandi. Það er hins vegar lið í fjórðu deild á Englandi sem hefur skorað flest mörk á tímabilinu, ekki City.

Japanski Babe Ruth valdi Englana

Japanski hafnarboltaspilarinn Shohei Ohtani er á leiðinni í bandarísku atvinnumannadeildina og hann hefur nú ákveðið hvar hann ætlar að spila.

Kári missir ekki stjórann sinn

Derek McInnes, knattspyrnustjóri Aberdeen, er ekki á förum frá félaginu. Hann hefur verið mikið orðaður við stjórastólin hjá Rangers síðustu daga.

Japanir áfram í 16-liða úrslit

Japan bar sigurorð af Túnis í lokaleik sínum í C-riðli Heimsmeistaramóts kvenna í handbolta og tryggði sig áfram í 16-liða úrslit mótsins.

Jón Daði: Ætlum okkur lengra en við gerðum á EM

Jón Daði Böðvarsson sat ekki límdur við skjáinn eins og flestir Íslendingar þegar drátturinn í riðla Heimsmeistaramótsins fór fram í Kremlin í Rússlandi fyrir viku síðan. Hann var í flugvél á leiðinni til Sunderland og missti af drættinum.

Thelma synti á nýju Íslandsmeti

Thelma Björg Björnsdóttir setti í nótt nýtt Íslandsmet á lokadegi Heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug sem fram fór í Mexíkó.

Emil orðaður við endurkomu til Verona

Emil Hallfreðsson gæti yfirgefið Udinese í janúar þar sem hann fær ekki að spila nógu mikið með félaginu. Þessu greina ítalskir fjölmiðlar frá í dag.

Enska upprisan í Meistaradeildinni

Eftir mögur ár hafa liðin úr ensku úrvalsdeildinni gert góða hluti í Meistaradeild Evrópu í vetur. Öll ensku liðin komust í 16-liða úrslit og fjögur þeirra unnu sinn riðil. Eftir að hafa ekki komist í 16-liða úrslit í fyrra fékk Tottenham flest stig allra liða í riðlakeppninni í ár.

Fá ekki að mynda á Old Trafford

Forráðamenn Manchester United hafa hafnað beiðni Manchester City um að koma með myndatökumenn á Old Trafford á sunnudag.

Sjá næstu 50 fréttir