Enski boltinn

Gylfi spilar sinn fyrsta Bítlaborgarslag: „Ég er Íslendingur og veit allt um mikilvægi leiksins“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við BBC.
Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við BBC. vísir
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, spilar sinn fyrsta Merseyside-slag, eða Bítlaborgarslag, á sunnudaginn þegar að Everton heimsækir Liverpool á Anfield.

Hafnfirðingurinn er eðlilega spenntur fyrir því að spila þennan stórleik en Liverpool-liðið er á miklu flugi og vann Spartak Moskvu í Meistaradeildinni í vikunni, 7-0.

Sjá einnig:Þrjú rauð, útileikmaður í markið og Gerrard var í Everton síðast þegar að það vann á Anfield

„Þetta er fyrsti leikurinn sem þú horfir til sem leikmaður Everton. Bæði ég og restin af leikmönnunum hlakka til þessa leiks. Það væri gott að byggja á því sem við höfum verið að gera síðustu vikur með góðum úrslitum á sunnudaginn,“ segir Gylfi í viðtali við BBC.

„Liverpool er með gott lið. Það spilar góðan góðan sóknarleik og er á skriði þessa dagana. Það eru góðir sóknarmenn í Liverpool sem við þurfum að halda niðri í leiknum. Annars ætti þetta að vera góður leikur.“

Gylfi Þór hefur, eins og flestir Íslendingar, fylgst vel með enska boltanum alla sína ævi og því þarf ekkert að tyggja ofan í hann hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir stuðningsmennina.

„Þetta er mikilvægt en það vita það allir. Þar sem ég er frá Íslandi veit ég alveg hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir leikmenn og stuðningsmenn. Það eru allir meðvitaðir um mikilvægi leiksins,“ segir Gylfi sem var átta ára gamall þegar að Everton vann síðast deildarleik á Anfiel.

Hvað þarf að gerast svo að það breytist og Everton vinni þriðja deildarleikinn í röð? „Við þurfum að gera það sem við höfum gert í síðustu leikjum. Við þurfum að halda hreinu þar sem styrkleiki Liverpool er sóknarleikurinn. Við þurfum svo að nýta þau færi sem við fáum. Við þurfum að halda áfram að skapa færi og skora eins og við höfum verið að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×