Enski boltinn

Burnley keypti fyrsta bikar félagsins á uppboði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bikarinn er dagsettur árið 1877
Bikarinn er dagsettur árið 1877 mynd/bbc
Enska úrvalsdeildarliðið Burnley borgaði fyrir að endurheimta fyrsta bikarinn sem félagið vann.

Árið 1883 vann Burnley lið Burnley Ramblers í bikarkeppni sem stofnuð var af lækninum Thomas Dean í þeim tilgangi að safna pening fyrir nýjum spítala í Burnley.

Félagið keypti bikarinn á uppboði á 3200 pund, en hann var metinn á 500-700 pund.

Honum mun verða stillt upp í verðlaunaskáp Burnley á Turf Moor, en nöfn leikmanna sigurliðsins eru grafin í bikarinn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×