Enski boltinn

Burnley keypti fyrsta bikar félagsins á uppboði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bikarinn er dagsettur árið 1877
Bikarinn er dagsettur árið 1877 mynd/bbc

Enska úrvalsdeildarliðið Burnley borgaði fyrir að endurheimta fyrsta bikarinn sem félagið vann.

Árið 1883 vann Burnley lið Burnley Ramblers í bikarkeppni sem stofnuð var af lækninum Thomas Dean í þeim tilgangi að safna pening fyrir nýjum spítala í Burnley.

Félagið keypti bikarinn á uppboði á 3200 pund, en hann var metinn á 500-700 pund.

Honum mun verða stillt upp í verðlaunaskáp Burnley á Turf Moor, en nöfn leikmanna sigurliðsins eru grafin í bikarinn.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Burnley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.