Fleiri fréttir

Páfi nefndi Róhingja loks á nafn og hitti 16 flóttamenn

Frans Páfi hitti flóttamenn í Bangladess. Hann nefndi heiti þjóðflokks Róhingja í fyrsta sinn í Asíureisu sinni. Áður gagnrýndur fyrir að forðast heitið á meðan hann var í Mjanmar, þaðan sem Róhingjar hafa flúið í hundraða þúsunda tali.

Flynn lýsir sig reiðubúinn að aðstoða Mueller

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sig sekan fyrir dómi af því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Þá hefur hann samþykkt að aðstoða Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins.

Höfuðpaur Istanbúl-árásar drepinn

Öryggislögregla Georgíu segir að maðurinn hafi einnig sprengt sjálfan sig í loft upp eftir um tuttugu klukkustunda langt umsátur lögreglu fyrir utan Tbilísí í síðastu viku.

Konungleg skírn í Svíþjóð

Gabríel prins, sonur Karls Filippusar Svíaprins og Sofía prinsessu, var skírður í Hallarkirkju Drottningholm-hallar í Stokkhólmi í dag.

Margt á huldu eftir fund í Berlín

Lítið hefur spurst út eftir samtöl fulltrúa þýskra Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna um mögulega stjórnarmyndun í Berlín í gærkvöldi.

Segja að ekki standi til að reka Tillerson

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa verið fullvissað um það frá skrifstofu Bandaríkjaforseta að ekki standi til að reka utanríkisráðherrann Rex Tillerson.

Trump vill losa sig við Tillerson

Forsetinn er sagður hafa það í hyggju að losa sig við utanríkisráðherrann Rex Tillerson. Þeir eiga ekki skap saman og eru skoðanir þeirra í utanríkisstefnu ósamræmdar.

Fölsuð lyf í þróunarlöndum

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fullyrðir að um 10 prósent lyfja í þróunarlöndum séu fölsuð eða léleg og geti leitt til fjölda dauðsfalla.

Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda

Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti þremur myndböndum frá breska stjórnmálaflokknum Britain First. Um er að ræða stjórnmálaflokk sem hefur ítrekað falsað myndir og birt myndbönd undir falskri yfirskrift til að koma höggi á múslim

NBC rekur Matt Lauer

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur rekið þáttastjórnandann Matt Lauer vegna "óviðeigandi kynferðislegrar hegðunar“.

Sjá næstu 50 fréttir