Erlent

Yfirmenn úr hernum áberandi í nýrri ríkisstjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Emmerson Mnangagwa er nýr forseti Simbabve.
Emmerson Mnangagwa er nýr forseti Simbabve. Vísir/AFP
Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve, hefur skipað ríkisstjórn sína og kemur fáum á óvart að foringjar úr hernum eru þar fyrirferðarmiklir. BBC greinir frá.

Herinn í Simbabve átti ríkan þátt í því að koma Robert Mugabe forseta frá völdum og að tryggja að Mnangagwa, sem Mugabe rak úr embætti varaforseta í upphafi nóvembermánaðar, tæki við embættinu í hans stað.

Þannig hefur Sibusio Moyo verið gerður að utanríkisráðherra en hann er sá sem hélt ávarp í ríkissjónvarpi landsins þegar herinn tók völdin. Þá hefur yfirmaður flughersins verið gerður að landbúnaðarráðherra.

Nýi forsetinn lagði þó ekki í allsherjaryfirhalningu á ríkisstjórninni og margir ráðherranna sem Mugabe skipaði munu halda áfram ráðherrastörfum sínum.


Tengdar fréttir

Mnangagwa sver embættiseið

Emmerson Mnangagwa tekur við embættinu af Robert Mugabe sem sagði af sér í gær eftir að hafa verið bolað úr embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×