Erlent

NBC rekur Matt Lauer

Atli Ísleifsson skrifar
Matt Lauer hefur starfað hjá NBC frá árinu1994.
Matt Lauer hefur starfað hjá NBC frá árinu1994. Vísir/Getty

Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur rekið þáttastjórnandann Matt Lauer vegna „óviðeigandi kynferðislegrar hegðunar“. Frá þessu segir á Twitter-síðu stöðvarinnar.

Hinn 59 ára Lauer hefur verið einn þáttastjórnanda The Today Show frá árinu 1994.

Í Twitter-færslunni segir að á mánudagskvöldið hafi stjórnendum stöðvarinnar borist ítarleg kvörtun frá starfsfélaga Lauer þar sem sagt er frá óviðeigandi kynferðislegri hegðun hans á vinnustað.

Ennfremur segir að ekki sé ástæða til að halda að um einangrað tilvik sé að ræða. Stöðin hafi því ákveðið að segja Lauer upp störfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×