Erlent

Líknardráp heimilað eftir langar deilur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmargir féllust í faðma á þinginu þegar frumvarpið var samþykkt.
Fjölmargir féllust í faðma á þinginu þegar frumvarpið var samþykkt. Vísir/Getty
Eftir rúmlega 100 klukkustundir af hatrömmum rökræðum hafa andlát með aðstoð, eða líknardráp, verið leyfð í Viktoríufylki í Ástralíu.

Að einu og hálfu ári liðnu geta sjúklingar í þessu næst fjölmennasta fylki landsins farið þess á leit að þeim verði gefin eitruð efnablanda, séu þeir sannfærðir um að þeir vilji sofna svefninum langa.

Aðeins þeir sem hafa náð 18 ára aldri og eiga minna en sex mánuði eftir ólifaða geta óskað þess að verða veitt andlát með aðstoð.

Það eru þó ekki einu skilyrðin sem þarf að uppfylla. Þau eru alls 68 talsins.

Þeirra á meðal eru kröfur um að sjúklingurinn fá samþykki þriggja sérhæfðra lækna á þessu svði. Þá tekur sérstök nefnd fyrir allar umsóknirnar um andlát með aðstoð og þá geta læknar verið dæmdir fyrir að reyna að sannfæra fólk um að sækjast eftir líknardrápi.

Sjá einnig: Telja þörf á meiri og dýpri umræðu um líknardráp hér á landi

Þar að auki verða sjúklingarnir að hafa búið í Viktoríufylki í hið minnsta 12 mánuði og vera heilir á geði. Þó geta sjúklingar sem þjást af hinum ýmsu sjúkdómum, til að mynda taugahrörnunarsjúkdómunum ALS og MND, sótt eftir andláti með aðstoð þegar þeir eiga 12 mánuði eftir ólifaða.

Rökræðurnar um frumvarpið voru illskeyttar og langar. Frumvarpið var til að mynda rætt tvívegis rætt í 27 klukkustundir samfleytt. Fjölmargir féllust í faðma þegar frumvarpið var samþykkt og fylkisstjórinn Daniel Andrews sagðist stoltur. Samúð hafi verið höfð að leiðarljósi í störfum löggjafarsamkundunnar.


Tengdar fréttir

Nánast óheyrt að fólk biðji um líknardráp

Þess eru dæmi að Íslendingar hafi farið til Evrópu til að fá aðstoð læknis við sjálfsvíg vegna ólæknandi sjúkdóms. Þó er nánast óheyrt að sjúklingar óski sér líknardráps. Yfirlæknir á líknardeild segir vanta umræðu um þessi málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×