Erlent

Fölsuð lyf í þróunarlöndum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að fölsuð lyf valdi fjölda dauðsfalla, ekki síst í Afríku.
Gert er ráð fyrir að fölsuð lyf valdi fjölda dauðsfalla, ekki síst í Afríku.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fullyrðir að um 10 prósent lyfja í þróunarlöndum séu fölsuð eða léleg og geti leitt til fjölda dauðsfalla.

Sérfræðingar fóru í gegnum 100 skoðanir á 48 þúsund lyfjum. Lyf til meðhöndlunar malaríu og sýkinga af völdum baktería voru meirihluti fölsuðu lyfjanna.

Talið er að 72 þúsund til 169 þúsund börn geti látist af völdum lungnabólgu á hverju ári eftir að hafa fengið fölsuð lyf. Mögulega má gera ráð fyrir rúmlega 100 þúsundum dauðsfalla af völdum malaríu vegna slíkra lyfja, einkum í Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×