Erlent

Lögreglumaður skaut félaga sinn með rafbyssu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vúbbs.
Vúbbs. Skjáskot
Lögreglumaður í Ohio í Bandaríkjunum slasaðist þegar félagi hans skaut hann fyrir slysni með rafbyssu. Myndband af óhappinu má sjá hér að neðan.

Lögreglumennirnir höfðu verið ræstir út til að bregðast við ábendingu um heimilisofbeldi á fimmtudaginn í síðustu viku, sjálfan Þakkargjörðardaginn.

Þeir stöðvuðu ökumann sem þeir töldu tengjast málinu og þegar hann neitaði að framvísa skilríkjum drógu þeir hann úr bílnum.

Maðurinn var ósamvinnuþýður og brá annar lögreglumannanna á það ráð að draga upp rafbyssu sína. Það fór þó ekki betur en svo að skot hans hafnaði í hinum lögreglumanninum, ekki ökumanninum sem átti að yfirbuga.

Lögreglumaðurinn var fluttur á sjúkrahús og segja þarlendir miðlar að hann sé við góða heilsu.

Ökumaðurinn var að lokum handtekinn og kærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Hann neitaði ásökununum fyrir dómi á mánudag.

Myndband ABC af slysaskotinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×