Erlent

Níu látnir eftir skothríð í skóla í Peshawar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að átta þeirra sem létu lífið hafi verið námsmenn og sá níundi lögreglumaður.
Lögregla segir að átta þeirra sem létu lífið hafi verið námsmenn og sá níundi lögreglumaður. Vísir/AFP
Að minnsta kosti níu manns eru látnir og 36 særðir eftir að byssumenn hófu skothríð í landbúnaðarskóla í pakistönsku borginni Peshawar í morgun.

Árásarmennirnir voru að minnsta kosti þrír talsins og dulbúnir í búrkur þegar þeir fóru inn í skólann og skutu á allt sem fyrir varð. Talsmaður pakistanska hersins segir að árásarmennirnir hafi allir verið drepnir.

Liðsmenn talíbana í Pakistan hafa þegar lýst ábyrgðinni á hendur sér.

Ofbeldi og hryðjuverkaárásir hafa verið mjög tíðar í borginni frá því talíbönum tók að vaxa fiskur um hrygg í Pakistan, en Peshawar er nálægt afgönsku landamærunum.

Lögregla segir að átta þeirra sem létu lífið hafi verið námsmenn og sá níundi lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×