Erlent

Engil Dauðans og Tígurinn í lífstíðarfangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ættingjar þeirra sem týndust mættu með myndir í réttarsalinn í Búenós Aires í gær.
Ættingjar þeirra sem týndust mættu með myndir í réttarsalinn í Búenós Aires í gær. Vísir/getty
Tveir fyrrverandi foringjar í flota Argentínu hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni. Glæpina frömdu þeir á árunum 1976 til 1983 þegar herforingjastjórn var í landinu.

Kafteinarnir Alfredo Astiz og Jorge Acosta, sem kallaðir voru „Engill dauðans“ og „Tígurinn,“ voru fundnir sekir um pyntingar og morð á hundruðum stjórnarandstæðinga.

Þeir eru á meðal fimmtíu og fjögurra einstaklinga sem nú er réttað yfir vegna morða og pyntinga sem framin voru í flotaskóla landsins, sem kallaðist ESMA og varð alræmdur á sínum tíma.

Tuttugu og níu þeirra hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi, nítján fengu átta til tuttugu og fimm ára langa dóma og sex voru sýknaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×