Fleiri fréttir

Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf

Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat.

„Hef aldrei átt fjölskyldu, fyrr en nú“

Yassine Derkaoui er sautján ára hælisleitandi frá Marokkó sem er í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík. Hann dreymir um að vera venjulegur, vera nýtur samfélagsþegn og lifa í friði og ró. Hann sér möguleikann á því nú eftir að hann eignast sína fyrstu alvöru fjölskyldu.

Leggja til að stytta vinnuviku leikskólakennara

Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur meðal annars til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu.

Tryggja hagstæð langtímalán til bænda

Auðvelda á aðgengi að hagstæðum lánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumarkandi byggðaáætlun. Ráðherra vísar til áherslna ríkisstjórnarinnar um sjálfbærni og nýsköpun en segir einnig um hjálp til bænda að ræða. Ekki er stefnt að því að fækka bændum.

Bein útsending: Vísindadagur OR

Rannsóknar- og þróunarverkefni í loftslags- og loftgæðamálum við Hellisheiðarvirkjun hafa hlotið alþjóðlega styrki að fjárhæð um þriggja milljarða króna.

Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði

Einn stærsti sjóðurinn sem styrkir rannsóknir og vísindi á Íslandi greiðir svipaðar upphæðir í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Skekkir samkeppnisstöðu innlendra háskóla við erlenda.

Landspítalinn gæti tafist í tíu ár

Miðflokkurinn vill nýja staðarvalsgreiningu fyrir þjóðarspítala. Myndi fresta verkinu um 10-15 ár að mati sérfræðinga. Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað.

Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður

Íbúi í Hraunhólum í Garðabæ gagnrýnir viðhaldsleysi á samliggjandi húsi í eigu bæjarsins. Húsið er eitt þeirra sem Stjarnan hefur ókeypis afnot af. Íbúinn, Hilde Hundstuen, veltir fyrir sér hvort verið sé að keyra verðgildi hennar húss niður

Skattamál Karls ekki tekið upp

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu Karls Wernerssonar um að mál hans fyrir tekjuárin 2005-2008 verði endurupptekin. Fyrri niðurstaða nefndarinnar stendur því óröskuð.

Kennarar skrifa undir samning

Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári.

Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum

Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta "eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir.

Leikskólabörn á leiðinni á HM

Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu.

Missti föður sinn og var gefin fullorðnum manni: „Ég grét svo mikið“

Najmo Fiyasko er fædd árið 1998. Hún hefur búið hér á landi í um fjögur ár, en leið hennar hingað var löng og þyrnum stráð. Þrautaganga hennar hófst þegar faðir hennar dó og hún var send í sveit til 32 ára gamals manns sem hún átti að giftast, sjálf aðeins 11 ára gömul.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar leggur til aukið samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi sem hefur stóraukist hér á landi síðustu ár.

Sjá næstu 50 fréttir