Innlent

Jón Baldvin heiðraður á sjálfstæðisafmæli Litháen

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. vísir/gva

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, var sérstakur heiðursgestur við hátíðarhöld í Litháen á sunnudaginn þar sem Litháar fögnuðu átján ára afmælis endurreisnar sjálfstæðis og aldarafmælis stofnun lýðveldis Litháen 1918. Hátíðarhöldin fóru fram í þjóðleikhúsinu í Vilnius og setti Dalia Grybauskaité, forseti Litháen, hátíðina með ræðu og ávarpaði Jón Baldvin.

Í ræðu sinni færði hún Jóni Baldvini og íslensku þjóðinni, sérstakar þakkir fyrir frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Litháen og annarra Eystrasaltsríkja. Fyrr um daginn lagði Jón Baldvin blómsveig að nýreistu minnismerki um endurheimt sjálfstæði, sem stendur fyrir framan þinghúsið í Vilníus.

Hátíðarhöldin má sjá hér að neðan en Jón Baldvin mætti á svið eftir um tólf og hálfa mínútu. Þar ræddi Jón hvernig það atvikaðist að hann væri á sviðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.