Innlent

Jón Baldvin heiðraður á sjálfstæðisafmæli Litháen

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands. vísir/gva
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, var sérstakur heiðursgestur við hátíðarhöld í Litháen á sunnudaginn þar sem Litháar fögnuðu átján ára afmælis endurreisnar sjálfstæðis og aldarafmælis stofnun lýðveldis Litháen 1918. Hátíðarhöldin fóru fram í þjóðleikhúsinu í Vilnius og setti Dalia Grybauskaité, forseti Litháen, hátíðina með ræðu og ávarpaði Jón Baldvin.

Í ræðu sinni færði hún Jóni Baldvini og íslensku þjóðinni, sérstakar þakkir fyrir frumkvæði að viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á endurreistu sjálfstæði Litháen og annarra Eystrasaltsríkja. Fyrr um daginn lagði Jón Baldvin blómsveig að nýreistu minnismerki um endurheimt sjálfstæði, sem stendur fyrir framan þinghúsið í Vilníus.

Hátíðarhöldin má sjá hér að neðan en Jón Baldvin mætti á svið eftir um tólf og hálfa mínútu. Þar ræddi Jón hvernig það atvikaðist að hann væri á sviðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×