Innlent

Tveir útskrifaðir af gjörgæslu eftir umferðarslys á Suðurlandsvegi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Loka þurfti Suðurlandsvegi í báðar áttir vegna rannsóknar á vettvangi og mynduðust langar bílaraðir vegna þess.
Loka þurfti Suðurlandsvegi í báðar áttir vegna rannsóknar á vettvangi og mynduðust langar bílaraðir vegna þess. Mynd/Jóna Fanney Friðriksdóttir
Tveir þeirra þriggja erlendu ferðamanna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri á sunnudag eru útskrifaðir af gjörgæslu. Til stendur að útskrifa þann þriðja í dag yfir á almenna deild, samkvæmt upplýsingum frá Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi.  

Hann segir að búið sé að ræða við Bandaríkjamennina tvo sem ekki eru á gjörgæslu en enn eigi eftir að ræða við einstaklinginn frá Tævan. Ekki er vitað hvenær hægt verður að ræða við hann um tildrög slyssins.

Það liggur fyrir að öðrum bílnum hafi verið ekið á öfugan vegarhelming þar sem hann lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Um tvo fólksbíla var að ræða.

Slysið varð um klukkan fjögur á sunnudag og var Suðurlandsvegur lokaður í báðar áttir í nokkra klukkutíma á meðan rannsókn á vettvangi fór fram. Engin hjáleið var svo að langar raðir mynduðust.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×