Innlent

„Hef aldrei átt fjölskyldu, fyrr en nú“

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Yassine býr í Bolungarvík og gengur í skóla á Ísafirði.
Yassine býr í Bolungarvík og gengur í skóla á Ísafirði. vísir/arnar
Yassine kom til Íslands árið 2016 og sótti um hæli. Þá var hann sextán ára gamall. Hann sat fastur í íslenska kerfinu allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar hann fór í fóstur hjá fjölskyldu í Bolungarvík. 

„Ég hef aldrei átt fjölskyldu. Fjölskylda mín í Marokkó var ekki alvöru fjölskylda, þeim var alveg sama um mig og ég bjó á götunni. Nú á ég alvöru mömmu, hana Ylfu, og ég kalla hana mömmu mína stoltur í hjarta,“ segir Youssine meðal annars í viðtali í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. 

Þar er einnig rætt við Ylfu Mist Helgadóttur, fósturmóður Yassine, sem segir hann dæmigerðan ungling að mörgu leyti en einnig að hann hafi þurft að læra að treysta því að honum verði ekki hent út af heimilinu við minnsta tilefni. 

„Hann er bara einn af börnunum mínum,“ segir hún. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×