Innlent

Ók á ljósastaur og hótaði lögreglumönnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það voru ófáir stútar undir stýri í nótt.
Það voru ófáir stútar undir stýri í nótt. Vísir/GETTY

Vímaðir ökumenn voru fyrirferðamiklir í útköllum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn þeirra, sem stöðvaður var á Eyrartröð, ók til að mynda á ljósastaur og lét sig síðan hverfa. Þegar lögreglumenn höfðu hendur í hári hans þótti ljóst að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þá er hann einnig sagður hafa ekið án réttinda og á hann einnig að hafa staðið í hótunum við lögreglumenn. Ökumaðurinn var því fluttur í fangageymslu þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna.

Á Dalbraut var ökumaður jafnframt stöðvaður vegna undarlegs aksturslags. Hann er sagður hafa ekið undir áhrifum sterkra deyfi- eða svefnlyfja. Ekki fylgir sögunni hvernig mál hans endaði en ólíklegt verður að teljast að hann hafi fengið að halda ökuferð sinni áfram.

Þá bárust lögreglu ábendingar á fimmta tímanum í morgun um ökumann sem sat í kyrrstæðri bifreið með hljómtækin á hæsta styrk. Aðspurður er ökumaðurinn sagður hafa framvísað ætluðum fíkniefnum og var málið afgreitt á vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.