Innlent

Leikskólabörn á leiðinni á HM

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu.

Skákáhuginn er mikill á leikskólanum Laufásborg og segir skákkennari að árangurinn sé afrakstur af öflugu starfi á síðustu tíu árum. Alvaran hófst þó í fyrra þegar leikskólinn fékk undanþágu til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita, sem er grunnskólamót.

„Við vildum bara taka þátt og vera með. Það er ekki til leikskólamót en við fengum leyfi til að vera með í grunnskólamótinu og það gekk svakalega vel. Svo eftir það var næsta skref bara að prófa að fara á HM og vera með þar," segir Omar Salama, skákkennari.

Í skáksveit Laufásborgar eru fjórar stelpur sem eru fimm og sex ára gamlar. Þær æfa nú tvisvar á dag og eru spenntar fyrir komandi tímum, enda í fyrsta sinn sem leikskólabörn fara á HM.

Hvað finnst ykkur um skák?  „Bara æðislegt," segir hin fimm ára gamla Inga Jóna sem. „Mér finnst gaman í skák," Urður Katrín og tekur undir.

Þær eiga ekki í vandræðum með að benda á það skemmtilegasta við skákina og segja að sigurinn sé sætastur.

Eruð þið að fara á heimsmeistaramót?  „Já í Albaníu og við erum að fara keppa við önnur börn sem búa í öðrum löndum," segir Inga Jóna. 

Þær segja leyndarmálið að baki valgengninni ekki flókið. „Maður einbeitir sér og hrókarar. Og notar tímann sinn," segir Rebekka Ocares að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.