Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar leggur til aukið samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi sem hefur stóraukist hér á landi síðustu ár. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þá horfum við vestur um haf, en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í dag utanríkisráðherra sinn, Rex Tillerson, úr starfi. Við hittum líka tvítuga stúlku frá Sómalíu sem gefin var frænda sínum í hjónaband aðeins ellefu ára gömul og spjöllum við fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö, í opinni dagskrá, klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.