Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar leggur til aukið samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi sem hefur stóraukist hér á landi síðustu ár. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þá horfum við vestur um haf, en Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í dag utanríkisráðherra sinn, Rex Tillerson, úr starfi. Við hittum líka tvítuga stúlku frá Sómalíu sem gefin var frænda sínum í hjónaband aðeins ellefu ára gömul og spjöllum við fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg sem eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö, í opinni dagskrá, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×