Innlent

Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni V. Tryggvason.
Bjarni V. Tryggvason. Vísir/AFP

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.

Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.

Í fyrirlestri sínum mun Bjarni spjalla um ævintýri lífs síns: geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði.

Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni.

Beinni útsendingu er lokið en upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.