Innlent

Bein útsending: Vændi og mansal rætt í borgarstjórn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur Vísir/GVA
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar er haldinn í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður sérstaklega fjallað um vændi og mansal.

Ofbeldisvarnarnefnd er vettvangur samráðs borgarfulltrúa og sérfræðinga á sviði ofbeldisvarna og er virkur þáttakandi í stefnumörkun borgarinnar um málaflokkinn.

Dagskrá fundarins:

1. Ávarp borgarstjóra og formanns ofbeldisvarnarnefndar Dagur B. Eggertsson og Heiða Björg Hilmisdóttir. 

2. Vændi, mansal og nektarstaðir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

3. Aðstoð í Bjarkarhlíð við fólk í vændi Ragna Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. 

4. Skipulögð brotastarfsemi. Tengsl vændis og mansals Heiða Björk Vignisdóttir lögmaður. 

5. Umræður borgarfulltrúa og fundargesta

Fundurinn fer fram í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hann í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×