Innlent

Úrskurðaður látinn eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á götuhorni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn fannst meðvitundarlaus á götuhorni í Vestmannaeyjum.
Maðurinn fannst meðvitundarlaus á götuhorni í Vestmannaeyjum. vísir/pjetur

Karlmaður á fertugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á horni Kirkjuvegar og Vestmannabrautar aðfararnótt mánudags, var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir lífgunartilraunir. Mbl greindi fyrst frá málinu.

Heiðar Hinriksson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi fundist meðvitundarlaus á götuhorninu og síðar úrskurðaður látinn. Þá er ekkert sem bendir til þess að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Enn er ekkert vitað um dánarorsök en að sögn Heiðars er málið nú í rannsókn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.