Fleiri fréttir

Segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föður og barns í haust

Hlynur Jónsson, lögmaður manns sem á nú í forsjárdeilu við barnsmóður sína sem úrskurðuð hefur verið í farbann grunuð um barnsrán, segir móðurina hafa klippt á öll samskipti föðurins við barnið þegar hann fór í forsjármál gegn konunni í haust.

Taka á ofbeldi í Samfylkingunni

Samfylkingin vinnur þessa dagana að því að taka upp verkferla sem gera eiga flokknum kleift að taka á kynferðisbrotum, kynferðislegri áreitni og einelti.

Ökumenn hafi varann á

Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru nú í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland.

Umdeilt dómskerfi á fleygiferð

Stórt ár er í vændum hjá dómstólum landsins. Kerfisbreytingar, endurupptaka Geirfinnsmálsins og dómarar standa í málaferlum. Nýr formaður Dómarafélagsins segir dómara mega opna sig meira í almennri umræðu.

Bryggjan á Árskógssandi stóðst ekki núgildandi reglugerð

Bryggjukanturinn á Árskógssandi var of lágur þegar þrennt lést þar í slysi 3. nóvember síðastliðinn. Kanturinn ekki í samræmi við 13 ára gamla reglugerð. Öryggisúttekt ekki verið gerð á höfninni í nokkur ár að mati sviðsstjóra.

Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum

Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.

Vill að hluti námslána breytist í styrk svo fólk ljúki námi á réttum tíma

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill að hluti námslána breytist í styrk ef nemendur ljúka háskólanámi á réttum tíma en íslenskir háskólanemar eru mun lengur í námi en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Þá vill hún minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með því að efla iðnnám og ýta undir fjölbreyttara námsval.

22 sóttu um að stýra nýrri ráðuneytisstofnun

Hlutverk embættisins er að styrkja undirstöður þjónustu ríkis og sveitarfélaga á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Fresturinn til þess að sækja um rann út á mánudaginn, 4. desember.

„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin.

Í fjögurra vikna farbann grunuð um barnsrán

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona skuli sæta farbanni í fjórar vikur, eða til 29. desember, vegna gruns um að hafa brotið gegn 193. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um barnsrán.

Harðnandi frost framundan

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði víða allhvöss eða hvöss norðaustan átt í dag

Rannsókn langt á veg komin

Rannsókninni er ekki enn lokið en hún er langt komin, segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari um rannsókn embættisins á meintum brotum yfirmanns hjá Icelandair á lögum um verðbréfaviðskipti.

„Reksturinn borgarinnar að lagast“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálstæðismanna í Reykjavík, segir að það sé áhyggjuefni að skuldir Reykjavíkurborgar séu að aukaust.

Kostnaður stefnir í 410 milljónir

Heildarkostnaður við endurbætur vegna uppsetningar þriggja rennibrauta, nýrrar lendingarlaugar og annarra viðhaldsverkefna í Sundlaug Akureyrar nemur 410 milljónum króna. Þetta segir í stöðuskýrslu.

Sjá næstu 50 fréttir