Innlent

Ökumenn hafi varann á

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Akstursaðstæður verða erfiðarar á Austur- og Suðausturlandi í dag.
Akstursaðstæður verða erfiðarar á Austur- og Suðausturlandi í dag.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls, undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru nú í gildi fyrir Austfirði og Suðausturland.

Á Austfjörðum er gert ráð fyrir norðan og norðvestan 15 til 23 m/s og að hviður geti farið í 25 til 40 m/s. Þá mun ganga á með éljum og einnig eru líkur á skafrenningi.

Það verður ívið hvassara á Suðausturhorninu í dag, norðan 18 til 25 m/s í vindstrengjum við Vatnajökul og geta hviður náð 30 til 45 m/s. Veðurstofan varar jafnframt við snjóþekju á vegum og hugsanlegum skafrenningi og hálku.

Á Austfjörðum sem og á Suðausturhorninu eru því varasamar aðstæður til aksturs. Annars er úrkomulaust að kalla annars staðar á landinu og mun lægja og birta til á Suður- og Vesturlandi í dag. Kólnandi veður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðvestan 10-18 m/s A-lands framan af degi, hvassast og dálítil él með ströndinni, en lægir síðan smám saman. Annars hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 4 til 15 stig, mest í innsveitum. 

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost. Suðaustan 10-15 m/s við SV-ströndina síðdegis og dregur úr frosti þar. 

Á sunnudag:
Austan- og norðaustankaldi og víða léttskýjað, en dálítil él við N- og A-ströndina. Áfram kalt í veðri. 

Á mánudag:
Norðankaldi og léttskýjað sunnan heiða, en dálítil él NA-til. Dregur úr frost í bili. 

Á þriðjudag og miðvikudag:
Yfirleitt fremur hægir austlægir vindar og úrkomulítið, en dálítil él við sjávarsíðuna. Frost um allt land.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.