Innlent

Ætla að laga Ingólfsbrunn fyrir jólin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér á þriðjudagsmorgun.
Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér á þriðjudagsmorgun. Birgir Jónsson

Reykjavíkurborg pantaði hert öryggisgler á Ingólfsbrunn í október. Von er á því til landsins þann 15. desember og verður það sett yfir brunnopið. Þetta kemur fram í svari Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar er varðar viðhald.

Vísir fjallaði á þriðjudag um að verslunareigandi við Aðalstræti væri orðinn langþreyttur og skammaðist sín á stöðu mála við brunninn þar sem talið er að Ingólfur Arnarson hafi sótt sér vatn á Landnámsöld. Birgir Jónsson, trommari Dimmu sem rekur verslun í Aðalstræti, sagðist ekki geta horft framan í útlendinga lengur sem virtu fyrir sér brunninn.

Í að verða ár hefði glerið yfir opi brunnsins verið brotið eða svo óhreint að ekki er hægt að sjá ofan í brunninn. Það stendur nú til bóta eftir því sem fram kemur í fyrrnefndu svari frá Reykjavíkurborg.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.