Innlent

Fjórar líkamsárásir í miðborginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nokkrir þurftu að fara í gegnum port lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í nótt.
Nokkrir þurftu að fara í gegnum port lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu í nótt. Vísir/eyþór

Lögreglan segir nóttina hafa verið mjög rólega á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður hafi hún haft í nokkur horn að líta.

Til að mynda var einstaklingur handtekinn í Hafnarfirði eftir innbrot í bifreiðar og húsnæði. Hinn handtekni gistir nú fangageymslur og verður að sögn lögreglunnar yfirheyrður síðar í dag.

Jafnframt var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í nótt. „Þær komu upp allar innan sama svæðis þ.e. í póstnúmerum 101 og 105,“ eins og segir í skeyti lögreglunnar. Málin eru nú til rannsóknar en lögreglan gefur ekki upp hversu alvarlegar árásirnar voru eða hvort einhverjir hafi verið handteknir vegna þeirra.

Það var svo rétt fyrir klukkan sex í morgun sem tilkynnt var um reyk í íbúð á Hringbraut í Reykjavík. Þar hafði pottur gleymst á eldavél en ekki er nánar greint frá málalokum í dagbókarfærslunni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.