Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Foreldrar stúlku sem upplifað hefur einelti á Húsavík um nokkurra ára skeið segja að skólayfirvöld þar hafi algjörlega brugðist í málefnum hennar en nær engin gögn eru til um hvernig unnið var í þeim.

Skólastjóri viðurkennir að mistök hafi átt sér stað. Fjallað verður um málið og rætt við foreldra stúlkunnar og skólastjórann í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en samkvæmt henni fá grunnskólabörn í Reykjavík ókeypis námsgögn á næsta skólaári og fasteignagjöld lækka.

Við skoðum líka hvernig jólabókasalan fór af stað í ár og ræðum við varaformann Félags eldri borgara, en þeir hafa boðið fram krafta sína til að starfa á leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×