Innlent

Skjálfti að stærð 3,1 skammt frá Siglufirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er ekki óvanalegt að jörð hristist á þessum slóðum.
Það er ekki óvanalegt að jörð hristist á þessum slóðum. Vísir/Pjetur
Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð í Fljótum í Skagafirði kl. 05:25 í morgun. Að sögn vaktahafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni fylgdu nokkrir minnir skjálftar í kjölfarið.

Veðurstofu hafa hins vegar ekki borist neinar tilkynningar „um að skjálftinn hafi fundist,“ eins og það er orðað.

Tæplega þremur klukkustundum áður, eða klukkan 02:26, varð jarðskjálfti af stærð 2,8 á sömuslóðum - um 10,9 kílómetra suðvestur af Siglufirði. Jarðskjálftarnir urðu vestarlega á

svonefndu Tjörnesbrotabelti sem er úti fyrir Norðurlandi.

Það er ekki óvanalegt að jörð hristist á þessum slóðum - eða eins og jarðvísindamaður orðar það: „Jarðskjálftar verða af og til á þessum slóðum.“

Grænan stjarnan sýnir hvar skjálftinn átti upptök sín.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×