Innlent

„Reksturinn borgarinnar að lagast“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Halldór Halldórsson í pontu í ráðhúsi Reykjavíkur.
Halldór Halldórsson í pontu í ráðhúsi Reykjavíkur. VÍSIR/ERNIR
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálstæðismanna í Reykjavík, segir að það sé áhyggjuefni að Reykjavíkurborg sé ekki að ná betri árangri en 9,4% í veltufé frá rekstri þegar sveitarfélögin í landinu er að meðaltali í 12% veltufé frá rekstri. Það sé miður að skuldir A-hluta séu að hækka um 8 milljarða á milli áranna 2017-2018 og á samstæðu um 16,4 milljarða á milli ára.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Halldór sendi fyrir hönd borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna eftir afgreiðslu fjárhag­áætlunar Reykjavíkurborgar í nótt.

Þar segir: „Góð staða þjóðarbúsins er að skila sér til Reykjavíkurborgar. Reksturinn er að lagast, sérstaklega rekstur samstæðunnar (A og B hluta samanlagt). Reykjavíkurborg fer ekki varhluta af jákvæðri tekjuþróun í þjóðarbúinu eins og sjá má á því að A hluti fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. Á sama tveggja ára tímabili aukast skuldir A hluta um 28,5% eða úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. árið 2018.“

Þá voru flestar breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins við síðari umræðu fjárhagsáætlunarinnar felldar að sögn Halldórs. Breytingartillögur flokksins voru alls 30 talsins og þær má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×