Innlent

Lögreglan leitar ökumanns sem ók á gangandi vegfaranda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan biður ökumanninn um að gefa sig fram og ef aðrir hafa orðið vitni að slysinu eru þeir beðnir um að hafa samband í síma 444-1000.
Lögreglan biður ökumanninn um að gefa sig fram og ef aðrir hafa orðið vitni að slysinu eru þeir beðnir um að hafa samband í síma 444-1000. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni grárrar bifreiðar sem ók á gangandi vegfaranda á gangbraut í Bólstaðarhlíð við gatnamót Stakkahlíðar í Reykjavík um klukkan 9 síðastliðinn fimmtudagsmorgun, 30. nóvember.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að slysið hafi verið tilkynnt í gær en þá hafði vegfarandinn, kona á þrítugsaldri, fundið fyrir eymslum og óþægindum vegna slyssins.

Lögreglan biður ökumanninn um að gefa sig fram og ef aðrir hafa orðið vitni að slysinu eru þeir beðnir um að hafa samband í síma 444-1000. Upplýsingum um málið má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gisli.arnason@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×