Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi fyrir að stinga mann í Breiðholti

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum á vettvangi árásarinnar að kvöldi 3. október.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum á vettvangi árásarinnar að kvöldi 3. október. VÍSIR/SINDRI REYR EINARSSON
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem hefur viðurkennt að hafa stungið annan mann í kviðinn með hníf í íbúð í Breiðholti í október. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 29. desember næstkomandi.

Maðurinn hefur játað að hafa veist að brotaþola með hnífi í íbúð þann 3. október síðastliðinn. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa, í félagi við þrjá aðra aðila, ruðst vopnaðir hnífum og macebrúsum inn á heimili í Breiðholti.

Fórnarlambið var gestkomandi í íbúðinni og var stunginn í kviðinn með hníf með þeim afleiðingum að hann hlaut stungusár neðan við nafla.

Maðurinn hefur viðurkennt sök og sagst hafa komið á heimilið í þeim tilgangi að stinga brotaþola.

„Sé ljóst að beiting vopnsins og staðsetning áverkans sé lífshættuleg og hafi ákærða mátt vera það ljóst. Með hliðsjón af framangreindu og með tilliti til almannahagsmuna sé það mat ákæruvaldsins að nauðsynlegt sé að tryggja að ákærði gangi ekki laus á meðan mál hans sé til meðferðar fyrir dómstólum,“ segir í staðfestum dómi héraðsdóms.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×