Innlent

Harðnandi frost framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má gera ráð fyrir éljagangi næstu daga.
Það má gera ráð fyrir éljagangi næstu daga. VÍSIR/ERNIR
Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði víða allhvöss eða hvöss norðaustan átt í dag og stormur á Suðausturlandi síðdegis. Þá má jafnframt búast við snjókomu eða él en að það verði úrkomulítið á suðvesturhorninu eftir því sem líður á daginn. Frostið verður á bilinu 0 til 6 stig.

Það mun svo lægja á vestanverðu landinu á morgun. Áfram verður éljagangaur á Austur- og Norðausturlandi en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Meðfram þessu mun frostið aukast.

Á föstudag verður svo hægur vindur, bjartviðri og kalt en norðvestan strekkingur á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðan 10-18 en 18-23 m/s SA-til, dregur úr vindi með deginum, fyrst V-lands. Él á NA- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Talsvert frost.

Á föstudag:

Norðvestan 8-15 m/s A-lands, en hægviðri V-til á landinu. Él austast, annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost, en suðaustan strekkingur og hiti um frostmark við SV-ströndina síðdegis.

Á sunnudag og mánudag:

Norðaustan- og austanátt með dálitlum éljum, en víða léttskýjað V-til á landinu. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Austlæg átt og víða él.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×