Innlent

Harðnandi frost framundan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má gera ráð fyrir éljagangi næstu daga.
Það má gera ráð fyrir éljagangi næstu daga. VÍSIR/ERNIR

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði víða allhvöss eða hvöss norðaustan átt í dag og stormur á Suðausturlandi síðdegis. Þá má jafnframt búast við snjókomu eða él en að það verði úrkomulítið á suðvesturhorninu eftir því sem líður á daginn. Frostið verður á bilinu 0 til 6 stig.

Það mun svo lægja á vestanverðu landinu á morgun. Áfram verður éljagangaur á Austur- og Norðausturlandi en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Meðfram þessu mun frostið aukast.

Á föstudag verður svo hægur vindur, bjartviðri og kalt en norðvestan strekkingur á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðan 10-18 en 18-23 m/s SA-til, dregur úr vindi með deginum, fyrst V-lands. Él á NA- og A-landi, en bjartviðri S- og V-lands. Talsvert frost.

Á föstudag:
Norðvestan 8-15 m/s A-lands, en hægviðri V-til á landinu. Él austast, annars léttskýjað. Áfram kalt í veðri.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, bjartviðri og talsvert frost, en suðaustan strekkingur og hiti um frostmark við SV-ströndina síðdegis.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan- og austanátt með dálitlum éljum, en víða léttskýjað V-til á landinu. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og víða él.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.