Fleiri fréttir

Ráðherra segir óásættanlegt að birting skýrslu dragist um 5 ár

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir þann drátt sem orðið hefur á því að stjórnvöld skili skýrslu til alþjóðlegrar eftirlitsnefndar gegn pyndingum ekki ásættanlegan. Skýrslunni átti að skila í júlí 2012 eins og Fréttablaðið skýrði frá síðastliðinn miðvikudag.

Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag

Aðeins fimm af 181 skáta sem veiktist af nórósýkingu í fyrrinótt eru enn með einkenni. Svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi segist gera ráð fyrir að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í dag.

Var „nokkuð sama“ þegar lögregla stöðvaði hann

Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt grunaðan um ölvunarakstur er sagður hafa kippt sér lítið upp við það. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið stöðvaður tíu sinnum áður fyrir sambærileg brot.

Furðu brött þrátt fyrir allt

Umfangsmestu sjúkraflutningar í sögu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fóru fram í fyrrinótt. Vel á annað hundrað manns voru fluttir vegna bráðsmitandi nóróveirusýkingar. Flestir hinna veiku á batavegi og furðu brattir að sögn. Heilbrig

Trúfélag múslima vill gististað

Stofnun múslima á Íslandi hyggur á hótelrekstur í Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnunin hefur sótt um að reka gistiheimili í flokki þrjú, það er gististað án vínveitingaleyfis, í húsnæðinu.

Hernaðardrónar munu leita að földum fjársjóði

Leitin að fjársjóði Het Wapen van Amsterdam sem sökk við Skeiðarársand árið 1667 heldur áfram. Er Gísli Gíslason, sem fer fyrir hópi sem leitar fjársjóðsins, kominn með lausn sem gæti grafið fjársjóðinn upp. Dróni gæti verið svar

Dragsúgur með glimmer í Gleðigöngu

Gleðiganga Hinsegin daga verður farin um miðbæinn á morgun og munu eikynhneigðir í fyrsta skipti taka þátt í göngunni. Fjöllistahópurinn Dragsúgur ætlar að sprengja glimmerskalann með vagni sínum.

Vill slaka á skattbyrði sjúklinga

Þingmaður Sjálfstæðisflokks ætlar að kalla eftir því að reglur um skattaívilnanir vegna veikinda verði endurskoðaðar. Hann segir rök mæla með því að slakað verði á kröfum um skattgreiðslur á meðan veikindum stendur.

Ekki tekið tillit til stöðugrar ógnar

Um fjörtíu prósent beiðna um nálgunarbann hefur verið hafnað á þessu ári. Yfirmaður ákærusviðs lögreglu segir að lögin mættu vera skýrari og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins telur hagsmuni brotamanna vega of þungt. Þolendur ættu að eiga rétt á því að fá að vera í friði.

Alvarleg staða í grunnskólum: Kennarar hverfa til annarra starfa

Enn vantar að ráða fjölda starfsmanna í grunnaskóla Reykjavíkur en starf hefst í skólunum í næstu viku. Formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir uppsagnir kennara hafa verið að berast fram í júlímánuð og þeir séu að hverfa til annarra starfa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður meðal annars fjallað ítarlega um hópsýkingu af völdum nóróveiru sem braust út í skátabúðum við Úlfljótsvatn í nótt.

Allir skátar á batavegi

Langflestir munu væntanlega útskrifast af fjöldahjálparstöðinni í kvöld eða á morgun.

Þessi sóttu um stöðu rektors í MR

Menntamálaráðuneytið hefur birt lista yfir umsækjendur um stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík og skólameistara Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Innheimta á þjórfé í posum óheppileg nýlunda

Mbl greindi frá þjórfjárgreiðslum á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í gær en þar hafa viðskiptavinir fengið meldingu í posa um hvort þeir vilji greiða þjórfé þegar borgað er með greiðslukorti. Þá stendur til að meldingin komi eingöngu upp fyrir erlenda ferðamenn. Neytendasamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar segja þessa nýlundu geta verið óheppilega og haft mögulega mismunun í för með sér.

Forsetafrúin fer í tungumálaskrúðgöngu

Tungumálaskrúðganga til að vekja athygli á fjöltyngi og lokum sumarnámskeiðs fyrir börn þar sem fjölbreytni samfélagsins á Ísafirði er fagnað verður farin frá Edinborgarhúsinu í Byggðasafn Vestfjarða í dag klukkan 11.30.

Tveir aðstoðarmenn orðaðir við oddvitasæti í borgarstjórn

Líkur eru á því að leiðtogaval Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor fari fram eftir tæpa þrjá mánuði. Borgarfulltrúar, aðstoðarmenn ráðherra og fyrrverandi þingmaður eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við framboð. Vika er langur tími í pólitík segir núverandi oddviti flokksins í borginni.

Bóndinn á Kúludalsá fær gögn ekki fjarlægð af vefsíðu MAST

Baráttunni lauk nýverið þegar stjórnsýslukæru hans, vegna synjunar Matvælastofnunar um að fjarlægja skýrslu um hross bóndans og illa meðferð ásamt tengdum gögnum og fréttum af heimasíðu sinni, var vísað frá af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Vilja bara eina íbúð af fjörutíu

Árborg hefur aðeins áhuga á að eignast eina af þeim um það bil fjörutíu íbúðum sem Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélaginu til kaups.

Yfirsjón lækna því miður ekki einsdæmi

Formaður Heilaheilla segir hverja sekúndu skipta máli þegar fólk sé með einkenni heilablóðfalls. Sjálfur fékk hann slag daginn eftir að læknir vildi senda hann í jafnvægismælingu. Að meðaltali fá tveir íslendingar slag á hverjum degi.

Heimsmeistaramótið í jójó í Hörpu

Tvö hundruð keppendur frá þrjátíu löndum eru skráðir til leiks auk fjölda gesta sem fylgjast með tilburðum jójó-meistaranna, sem eru á öllum aldri.

Aðrir valkostir en bara karl eða kona

Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði.

Vilja að Ísland skrifi undir bann við kjarnorkuvopnum

Friðarsinnar fleyttu kertum á Reykjavíkurtjörn og víðar um landið í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna í Hírósíma og Nagasakí og árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna.

Sjá næstu 50 fréttir