Aðrir valkostir en bara karl eða kona Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 20:00 Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Kynsegin fólk segir vanta rými fyrir sig innan heilbrigðiskerfisins þar sem vaninn er að flokka fólk í ýmist karla eða konur. Þau vísa hefðbundnum skilgreiningum á kynjunum á bug og telja fordóma stafa af fáfræði. Fjallað var um málefni kynsegin fólks á vinnustofu í Stúdentakjallaranum í dag í tilefni Hinsegin daga. Kynsegin einstaklingar skilgreina sig hvorki sem karl né konu og kjósa að nota orðið „hán" í stað „hann eða hún". Um sjötíu einstaklingar sem skilgreina sig sem kynsegin eru þáttakendur í starfi Samtakanna 78 og Trans Ísland en þau Alda Villiljós og Ugla Stefanía telja hópinn hér á landi vera stærri. Þau segja fordóma vera til staðar en telja þá oftast stafa af vanþekkingu. „Fólk bara veit ekki betur. Það hefur lært að það er bara karl eða kona, dúkkur eða bílar. Að það sé enginn annar valkostur. Við erum að reyna ýta því áfram í samfélagsvitundina að það séu aðrir valkostir. Þú mátt vera eins og þú ert og skilgreina sjálfan þig eins og þú ert. Ekki bara samkvæmt einhverjum staðalímyndum sem passa ekki," segir Alda Villiljós, formaður Trans Íslands og stofnandi Kynsegin Ísland. Þau vilja sjá valmöguleika á kynlausri skráningu hjá þjóðskrá og benda meðal annars til Ástralíu þar sem hægt er að merkja X við kyn sem þýðir einfaldlega hvorki karl né kona. Ugla segir heilbrigðiskerfið ekki gera ráð fyrir kynsegin þar sem fólki eigi alltaf að koma fyrir í öðru hvoru kynjaboxinu. „Heilbrigðiskerfið tekur í rauninni bara við transkörlum- eða konum. Þau taka bara við fólki sem vill fara í hormónameðferð eða einhverjar aðgerðir og skilgreina sig þannig sem karl eða konu," segir Ugla. „Kynsegin fólk vill kannski fá einhverja hormóna, fá lægri skammta. Kannski einhverjar aðgeðrir, en ekki allar og fá að ráða því sjálft hversu mikið maður fær eða langt maður fer í þessu ferli," segir Alda.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira