Innlent

Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust.
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust. Vísir/Jóhann

Um fimmtíu skátar eru ennþá í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði vegna nórósýkingar. Alls veiktist 181 ungmenni og hefur meirihlutinn því verið útskrifaður. Snemma í morgun voru fimm ennþá með einkenni en aðrir voru að hressast.

Samráðshópur almannavarna fundar klukkan tíu og fer yfir málið. Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða Krossins á Suðurlandi, segir þá einkennalausu vera bratta og voru skátarnir að spila og drekka kakó þegar fréttastofa hafði samband.

Nokkrir áttu flug frá Íslandi í morgun og veitti sóttvarnarlæknir þremur sem voru í Hveragerði leyfi til að fara í flugið. Fjóla á von á því að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni síðar í dag.


Tengdar fréttir

Furðu brött þrátt fyrir allt

Umfangsmestu sjúkraflutningar í sögu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fóru fram í fyrrinótt. Vel á annað hundrað manns voru fluttir vegna bráðsmitandi nóróveirusýkingar. Flestir hinna veiku á batavegi og furðu brattir að sögn. Heilbrig
Fleiri fréttir

Sjá meira