Innlent

Hægt að loka fjöldahjálparstöðinni í dag

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust.
Fjöldahjálparstöð var komið upp í grunnskólanum í Hveragerði til að hýsa skátana sem veiktust. Vísir/Jóhann

Um fimmtíu skátar eru ennþá í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði vegna nórósýkingar. Alls veiktist 181 ungmenni og hefur meirihlutinn því verið útskrifaður. Snemma í morgun voru fimm ennþá með einkenni en aðrir voru að hressast.

Samráðshópur almannavarna fundar klukkan tíu og fer yfir málið. Fjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða Krossins á Suðurlandi, segir þá einkennalausu vera bratta og voru skátarnir að spila og drekka kakó þegar fréttastofa hafði samband.

Nokkrir áttu flug frá Íslandi í morgun og veitti sóttvarnarlæknir þremur sem voru í Hveragerði leyfi til að fara í flugið. Fjóla á von á því að hægt verði að loka fjöldahjálparstöðinni síðar í dag.


Tengdar fréttir

Furðu brött þrátt fyrir allt

Umfangsmestu sjúkraflutningar í sögu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fóru fram í fyrrinótt. Vel á annað hundrað manns voru fluttir vegna bráðsmitandi nóróveirusýkingar. Flestir hinna veiku á batavegi og furðu brattir að sögn. HeilbrigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira