Innlent

Lítil rúta útaf veginum vestan Ingólfsfjalls

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi en betur fór en á horfðist.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi en betur fór en á horfðist. Brunavarnir Árnessýslu

Betur fór en á horfðist þegar lítil rúta með erlendum ferðamönnum fór útaf Suðurlandsvegi rétt vestan við Ingólfsfjall á ellefta tímanum í kvöld. 

Rútan utan vegar á Suðurlandsvegi. Brunavarnir Árnessýslu

Nokkrir ferðamenn voru um borð og var töluverður viðbúnaður um tíma á slysstað.

Enginn farþeganna slasaðist en þeir munu allir hafa verið í beltum að því er fram kemur á Mbl.is.

Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Rútan skemmdist lítillega en hópurinn var á leiðinni áleiðis til Reykjavíkur þegar slysið varð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira