Tveir aðstoðarmenn orðaðir við oddvitasæti í borgarstjórn Jóhann Óli Eiðsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 11. ágúst 2017 06:00 Borgarfulltrúar, aðstoðarmenn ráðherra og fyrrverandi þingmaður eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við framboð. Að minnsta kosti tveir aðstoðarmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins eru orðaðir við framboð í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta eru þau Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Borgar er aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra en Svanhildur er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Borgarstjórnarkosningar fara fram næsta vor og eru Sjálfstæðismenn líkt og forystumenn í öðrum stjórnmálaflokkum farnir að huga að því hvernig staðið verður að uppstillingu á lista. Fréttablaðið greindi frá því í gær að stjórn fulltrúaráðs Varðar hefði samþykkt að leggja til að fram fari leiðtogaval í aðdraganda kosninganna. Dagsetningin 21. október næstkomandi hefur verið nefnd. Boða þarf til fundar í fulltrúaráðinu og samþykkja tillöguna þar, eigi slík tillaga að verða að veruleika. „Ég hef íhugað þetta en ekki tekið neina ákvörðun enn þá,“ segir Borgar Þór Einarsson. Ekki liggi fyrir hvenær hann taki endanlega ákvörðun en ljóst sé að dagsetning leiðtogavalsins, standist hún, stytti þann tíma nokkuð. Svanhildur Hólm baðst undan viðtali þegar Fréttablaðið spurði hana hvort hún myndi gefa kost á sér. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist hafa gefið yfirlýsingu um það í vor að hann hygðist sækjast áfram eftir oddvitasætinu. „Það hefur ekkert breyst hjá mér síðan ég gaf þessa yfirlýsingu út í vor, en vika er langur tími í pólitík,“ segir Halldór. Aðrir núverandi borgarfulltrúar eru einnig að skoða stöðu sína. Þannig hefur Fréttablaðið fengið staðfest að Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skoði stöðu sína og það á einnig við um Áslaugu Friðriksdóttur borgarfulltrúa. „Ég er að hugsa málið,“ segir Áslaug en bendir jafnframt á að mál muni væntanlega skýrast betur þegar búið er að ákveða endanlega hvernig verður staðið að vali listans. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Eyþór Arnalds hafa einnig verið nefnd í tengslum við uppstillingu á listanum en Ragnheiður þvertekur algjörlega fyrir það að hún muni gefa kost á sér. Ekki náðist í Eyþór við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Að minnsta kosti tveir aðstoðarmenn ráðherra Sjálfstæðisflokksins eru orðaðir við framboð í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta eru þau Borgar Þór Einarsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir. Borgar er aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra en Svanhildur er aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Borgarstjórnarkosningar fara fram næsta vor og eru Sjálfstæðismenn líkt og forystumenn í öðrum stjórnmálaflokkum farnir að huga að því hvernig staðið verður að uppstillingu á lista. Fréttablaðið greindi frá því í gær að stjórn fulltrúaráðs Varðar hefði samþykkt að leggja til að fram fari leiðtogaval í aðdraganda kosninganna. Dagsetningin 21. október næstkomandi hefur verið nefnd. Boða þarf til fundar í fulltrúaráðinu og samþykkja tillöguna þar, eigi slík tillaga að verða að veruleika. „Ég hef íhugað þetta en ekki tekið neina ákvörðun enn þá,“ segir Borgar Þór Einarsson. Ekki liggi fyrir hvenær hann taki endanlega ákvörðun en ljóst sé að dagsetning leiðtogavalsins, standist hún, stytti þann tíma nokkuð. Svanhildur Hólm baðst undan viðtali þegar Fréttablaðið spurði hana hvort hún myndi gefa kost á sér. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segist hafa gefið yfirlýsingu um það í vor að hann hygðist sækjast áfram eftir oddvitasætinu. „Það hefur ekkert breyst hjá mér síðan ég gaf þessa yfirlýsingu út í vor, en vika er langur tími í pólitík,“ segir Halldór. Aðrir núverandi borgarfulltrúar eru einnig að skoða stöðu sína. Þannig hefur Fréttablaðið fengið staðfest að Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skoði stöðu sína og það á einnig við um Áslaugu Friðriksdóttur borgarfulltrúa. „Ég er að hugsa málið,“ segir Áslaug en bendir jafnframt á að mál muni væntanlega skýrast betur þegar búið er að ákveða endanlega hvernig verður staðið að vali listans. Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Eyþór Arnalds hafa einnig verið nefnd í tengslum við uppstillingu á listanum en Ragnheiður þvertekur algjörlega fyrir það að hún muni gefa kost á sér. Ekki náðist í Eyþór við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira