Innlent

Heimsmeistaramótið í jójó í Hörpu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tvö hundruð keppendur frá þrjátíu löndum eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótið í jójó sem fer fram í Hörpu þessa dagana.

Keppt er í fjölbreyttum stílum á mótinu og vottaðir jójó-dómarar rýna í listræna tjáningu keppenda, fimi og úthugsaða takta við tónlistina. Í dag og á morgun er undankeppni fyrir stóra daginn á laugardaginn þegar þeir allra bestu keppa til úrslita.

Fréttamaður fór og sá jójó-meistara á öllum aldri sýna listir sínar og ræddi við fulltrúa Íslands í keppninni eins og sjá má hér að ofan.

Hægt er að kaupa miða á keppnina sjálfa en það má einnig kíkja við í Hörpu til að fylgjast með fjölda jójó-listamanna út um alla ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×