Innlent

Staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
SAlvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða.
SAlvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða.

Alvarleg veikindi komu upp í sumarbúðum Skáta á Úlfljóftsvatni í gærkvöldi og er nú staðfest að um Nóróveirusýkingu sé að ræða. Þetta er staðfest í frétt á vef Landlæknis



„Hópsýking af völdum nóróveiru braust út í gær, fimmtudaginn 10. ágúst sl., á meðal erlendra skáta sem dvöldust í búðum á Úlfljótsvatni. Af 175 skátum veiktust 63 með uppköstum, magakrömpum og niðurgangi. Fyrsta tilfellið greindist fyrir hádegi á fimmtudag og fór þeim fjölgandi þegar á daginn leið og fram á nótt. Tveimur dögum áður en hópsýkingin braust út mun einn skáti hafa veikst af iðrasýkingu,“ segir á vef embættis Landlæknis.



Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Þrír skátar voru sendir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til frekari aðhlynningar upp úr miðnætti og til að fá næringu. Þeir dvelja nú í fjöldahjálparstöðinni.

Bráðsmitandi sýking

Veirufræðideild Landspítalans hefur nú staðfest að um nóróveirusýkingu sé að ræða. Sýkingin sem er bráðsmitandi með uppköstum og saurmengun getur borist með menguðu vatni og matvælum. Meðgöngutími sjúkdómsins er 1-2 dagar og veikindin standa yfir í 1-2 daga. Gera má ráð fyrir að viðkomandi geti smitað í 2 daga eftir að einkenni ganga yfir.



Búast má við að hinir sýktu nái sér fljótlega og geti snúið til síns heima.



Aðgerðastjórn viðbragðsaðila, staðsett á Selfossi fylgir málinu eftir. Ekki er talið að almenningi stafi hætta af þessari sýkingu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×