Innlent

Var „nokkuð sama“ þegar lögregla stöðvaði hann

Kjartan Kjartansson skrifar
Nokkuð var um ölvun í höfuðborginni í nótt, ef marka má dagbók lögreglu. Myndin er sviðsett.
Nokkuð var um ölvun í höfuðborginni í nótt, ef marka má dagbók lögreglu. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty
Ökumaður var stöðvaður á Háaleitisbraut í Reykjavík snemma í morgun, grunaður um ölvunarakstur. Lögregla segir að þrátt fyrir að maðurinn hafi ítrekað verið stöðvaður fyrir ölvun í gegnum tíðina hafi honum verið „nokkuð sama“ þegar lögreglumenn kynntu honum stöðuna.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi verið stöðvaður kl. 5 í morgun. Hann var grunaður um ölvunarakstur og að aka sviptur ökuréttindum. Þó að lögregla telji að hann hafi verið stöðvaður um tíu sinnum áður fyrir sambærileg brot er hann sagður hafa kippt sér lítið upp við það.

Nokkur fjöldi annarra ökumanna var einnig stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var karlmaður handtekinn í Breiðholti grunaður um heimilisofbeldi eða líkamsárás laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×