Innlent

 Gagnrýni mannréttindanefnda stungið undir stól

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.
Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.
Niðurstöður mannréttindanefnda Sameinuðu þjóðanna hafa hvorki verið þýddar né birtar af hálfu íslenskra stjórnvalda árum saman. Þetta stríðir gegn tilmælum nefndanna sjálfra. Nefndirnar starfa á grundvelli mannréttindasamninga sem Ísland á aðild að og er aðildarríkjum skylt að eiga regluleg samskipti við þær um stöðu mannréttindaverndar á ýmsum sviðum. 

Í kjölfar samskiptanna birta nefndirnar niðurstöður með ábendingum til stjórnvalda. Nefndirnar mælast til þess að ríkið þýði niðurstöðurnar og samskiptin á íslensku og kynni rækilega fyrir almenningi í gegnum opinberar vefsíður, fjölmiðla og frjáls félagasamtök. 

Í tilefni af fyrirspurn Fréttablaðsins var gerð leit í dómsmálaráðuneytinu að íslenskum þýðingum skjalanna og birtingu þeirra á vef ráðuneytisins. Sú leit bar ekki árangur. Þetta staðfestir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, og segir ekki miklu púðri hafa verið eytt í þýðingar í gegnum árin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×