Innlent

Allir skátar á batavegi

Samúel Karl Ólason skrifar
63 erlendir skátar veiktust af Nóróveirunni.
63 erlendir skátar veiktust af Nóróveirunni. Vísir/Jóhann

Þeir skátar sem fengu magakveisu á Úlfljótsvatni eru á góðum batavegi samkvæmt tilkynningu frá skátunum. Búist er við því að flestir þeirra verði útskrifaðir af fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í kvöld eða á morgun. Verið er að taka eigur sem urðu eftir við Úlfljótsvatn saman og koma til þeirra í Hveragerði.

63 erlendir skátar veiktust af Nóróveirunni.

Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að Bandalagið harmi þennan atburð en segist vera ánægður hve skjótt var brugðist við og að allir skátarnir sem sýktust muni ná sér að fullu. Hann segir að enn fremur að fyrirhugað skátamót „Camp Iceland“ sem átti að vera á Úlfljótsvatni hefur verið fært í Hafnarfjörð þar sem dagskrá mótsins verður aðlöguð nýjum aðstæðum.

Hermann segir að það sé ljós í myrkrinu að Nóróveiran hafi ekki farið að grassera þegar voru um 5.000 erlendir skátar á svæðinu á alþjóðlega skátamótinu sem er nýlokið. Þá þakkar hann heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum fyrir skjót viðbrögð.


Tengdar fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður meðal annars fjallað ítarlega um hópsýkingu af völdum nóróveiru sem braust út í skátabúðum við Úlfljótsvatn í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×