Innlent

Ráðherra segir óásættanlegt að birting skýrslu dragist um 5 ár

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir þann drátt sem orðið hefur á því að stjórnvöld skili skýrslu til alþjóðlegrar eftirlitsnefndar gegn pyndingum ekki ásættanlegan. Skýrslunni átti að skila í júlí 2012 eins og Fréttablaðið skýrði frá síðastliðinn miðvikudag. 

„Mér sýnist að ástæða þessa dráttar hafi einfaldlega verið sú að sú vinna hafi að einhverju leyti þurft að víkja fyrir öðrum brýnni málum. Málefnaleg sjónarmið hafa örugglega legið að baki þeirri forgangsröðun,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og bætir við: „Þó hljóta menn að fallast á að 5 ára dráttur á afgreiðslu erindis til ráðuneytis sé ekki ásættanlegt.“

Stefnt er að því að skýrslugerðinni ljúki í haust en upplýsingaöflun vegna hennar er flókin enda þarf að safna upplýsingum frá fjölmörgum aðilum utan ráðuneytisins, segir Sigríður og bætir því við að undanfarið hafi ráðuneytið verið að breyta stjórnsýslunni í mannréttindamálum, til dæmis með því að koma á fót varanlegum stýrihóp með tengingar inn í öll ráðuneyti. „Það mun án efa leiða til skilvirkari vinnu í málaflokknum í framtíðinni,“ segir Sigríður. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira