Fleiri fréttir

Gjaldkeri Vinstri grænna hópfjármagnar fyrstu íbúðarkaupin

Una Hildardóttir, gjaldkeri Vinstri grænna og upplýsingafulltrúi, hefur brugðið á það ráð að hópfjármagna fyrstu íbúðarkaupin sín. Hún segir í samtali við Vísi að hún geri þetta bæði í gamni og alvöru; þetta sé vissulega meiri ádeila heldur en hitt og vill Una vekja athygli á því hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði á sama tíma og það er á leigumarkaðnum.

Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl

Óvenju miklar annir eru hjá lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings. Tíu aðskilin smyglmál hafa komið upp á skömmum tíma. Rannsakað er hvort þau tengist innbyrðis.

Fatlaður fær kennslu eftir áralanga baráttu

Akureyrarbær viðurkennir mistök þegar stjórnendur neituðu fjölfötluðum dreng um kennslu í veikindum. Lagalegur réttur hans á sjúkrakennslu viðurkenndur, segir móðir drengsins.

Fá ekki 22 milljóna bætur eftir bruna

Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hefur hafnað kröfu eigenda bifreiðaverkstæðis sem brann árið 2011 um bætur. Tjónið hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir.

Seldi eitur sem heilsubótarefni

Lögreglan lagði hald á gríðarlegt magn af efninu, auk sítrónusýru og lyfjaglasa sem notuð voru við framleiðsluna, í nóvember 2015.

Hækkuðu eigin laun um 66 prósent

Laun formanns stjórnar lífeyrissjóðsins, bæjarstjórans Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkuðu á milli ára um 66 prósent, fóru úr 180 þúsund krónum í 300 þúsund.

Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slíkt er ekki upplifun starfsmanna Isavia, segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Sóknir hvattar til að sameinast

Búast má við meiri þunga í umræðu um sameiningu sókna. Kirkjuráð vill að sóknir sem hyggja á sameiningu eigi mögulega á styrk úr jöfnunarsjóði. Talsmaður sókna segir verulega vanta upp á framlög frá ríkinu.

Fráflæðisvandi á geðsviði LSH

Að jafnaði er tíunda hvert legurými geðdeilda Landspítalans upptekið af einstaklingum sem bíða eftir búsetuúrræði.

Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari

Vararíkissaksóknari segir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu ekki koma á óvart. Mannréttindadómstóllinn hafi breytt dómaframkvæmd sinni. Dómurinn mun hafa mikil áhrif.

Vegleg kveðjuhóf starfsmanna haldin á kostnað borgarbúa

Reykjavíkurborg heldur veislu í Höfða í hvert sinn sem sviðsstjóri hjá borginni lætur af störfum. Veisla sem haldin var fyrir viku kostaði 400 þúsund krónur. Á gestalistanum voru meðal annars fyrrverandi stjórnmálamenn.

Yfirgaf bátinn vegna eldsvoða

Eldur kom upp í báti sem staddur var 2,6 sjómílur utan við Vopnafjörð laust fyrir klukkan 20 í kvöld.

Flugmenn uppseldir á Íslandi

Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.

Sér fram á tekjuleysi í rúmt ár

Tekjuleysi í rúmt ár blasir við nýbakaðri móður í Bolungarvík þar sem ekkert dagforeldri er í bænum. Fleiri eru í sömu stöðu en húsnæði sem ætlað er dagforeldrum hefur staðið autt í tvö ár.

Spil gegn staðalímyndum

Börn borgarinnar fá spil þar sem má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða.

Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við.

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna.

Sjá næstu 25 fréttir