Innlent

Árásin við Grensásveg: Þremenningarnir ekki handteknir

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir verða boðaðir í skýrslutöku vegna málsins.
Mennirnir verða boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Vísir/Eyþór
Mennirnir þrír sem grunaðir eru um að hafa veist að öðrum manni við Grensásveg í nótt hafa ekki verið yfirheyrðir vegna málsins. Lögreglan mun boða þá í skýrslutöku síðar í dag en ekki þykir ástæða til þess að handtaka þá að svo stöddu, segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglumaður sem fer með rannsókn málsins.

Þremenningarnir eru sagðir hafa ráðist á hinn manninn vegna þess að hann hafði svínað fyrir bíl þeirra, og er einn árásarmannanna talinn hafa beitt kúbeini við árásina.

Lögreglan segir þá hafa veitt manninum eftirför á bíl þeirra og að þeir hafi stokkið út úr bílnum á rauðu ljósi.  Óskað var eftir upptökum úr eftirlitsmyndavél og var lögregla fljót að átta sig á um hvaða menn væri að ræða.

Ekki fengust upplýsingar um hvers vegna mennirnir hafa ekki verið handteknir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×