Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tekjuleysi í rúmt ár blasir við nýbakaðri móður í Bolungarvík þar sem engin dagmamma er í bænum. Fleiri eru í sömu stöðu en húsnæði sem ætlað er dagmæðrum hefur staðið autt í tvö ár. Fjallað verður nánar um þetta og rætt við móðurina í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar verður líka rýnt í mál Ólafs Ólafssonar, en lýsingar hans í gær á tilurð baksamninga við kaup á Búnaðarbankanum eru í algerri mótsögn við niðurstöður rannsóknarnefndar.

Loks fjöllum við um spil sem Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar, en þau eiga að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×