Innlent

Nokkur útköll björgunarsveita á sömu stundu í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð út þar sem þakplötur á húsi í Úlfsarárdal voru að fjúka.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð út þar sem þakplötur á húsi í Úlfsarárdal voru að fjúka. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn þurftu að sinna nokkrum útköllum í nótt og vildi svo merkilega til að þau komu öll á svipuðum tíma, um klukkan hálf fjögur.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitir á vestanverðu Suðurlandi voru sveitir kallaðar út vegna pars sem hafði ekki skilað sér úr göngu í Reykjadal ofan Hveragerðis. Eftir frekar skamma leit fannst fólkið heilt á húfi og var því fylgt til byggða.

„Hjálparsveit skáta í Reykjavík var kölluð út þar sem þakplötur á húsi í Úlfsarárdal voru að fjúka, fljótt og vel gekk að fergja plöturnar og rokið lét einnig til sín taka á Selfossi þar sem Björgunarsveitin Árborg var kölluð út vegna trampólíns sem var að fjúka. Eftir að hafa komið því skjól og fest niður héldu björgunarmenn heim í sæng,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×