Fleiri fréttir

Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt

Stjórnarflokkarnir hafa ekki útskýrt hvernig þeir vilja nýta lífeyriskerfið í þágu ungra fasteignakaupenda. Nú þegar nýta hundruð sér séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð.

140 íbúðir á Nónhæð

Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt breytingar á aðal- og deiliskipulagi sem heimilar að byggðar verði allt að 140 íbúðir á Nónhæð, skammt frá Smáralind.

Hafa enga þolinmæði fyrir ólykt í Hafnarfirði

"Bæjarstjórinn var mjög skýr á því að þolinmæði bæjarins vegna lyktarmengunarinnar væri engin,“ segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar, um fund fulltrúa Hafnarfjarðar með Gámaþjónustunni

Aðkallandi að tvær sjúkraflugvélar séu til taks

Mikilvægt er að ný sjúkraflugvél taki að sér sjúkraflug í minni forgangi að mati slökkviliðsstjóra og forstöðulæknis á Akureyri. Búist er við að 800 sjúkraflug verði farin á þessu ári með um 900 sjúklinga.

Ósáttur biskup vildi hætta fyrr

"Það má auðvitað kalla það klúður þegar farið er af stað með svo mikilvægt mál eins og kjör biskups í kirkjunni og stöðva þarf kosningaferlið vegna þess að ákveðinn fjöldi kjörmanna var ekki valinn samkvæmt gildandi reglum,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, aðspurður um stöðuna í Skálholti nú þegar þarf að kjósa upp á nýtt um nýjan vígslubiskup.

Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki

Ikea-geitin hefur öðlast sess í þjóðarsálinni og þá helst í ljósum logum. Hún stendur þó enn keik. Framkvæmdastjóri Ikea vonar að að hún lifi aðventuna þótt Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður hafi kveikt í geitinni á striga.

Theresa May gat ekki smalað köttunum

Bretland Meirihluti breska þingsins samþykkti í gær breytingartillögu á Brexit-frumvarpi sem gekk út á að nauðsynlegt verði að bera lokaútgáfu samningsins við Evrópusambandið um væntanlega útgöngu Breta undir þingið.

57 ríki krefjast viðurkenningar Palestínu

Leiðtogar 57 múslimaríkja undirrituðu í gær yfirlýsingu þar sem kallað var eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenndi sjálfstæði Palestínu og að hinn hernumdi austurhluti Jerúsalem væri höfuðborg ríkisins.

Ráðherra hittir Mývetninga

"Þetta er áríðandi mál og á dagskránni að hitta Mývetninga,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra um fyrstu skref varðandi vanda Mývetninga í fráveitumálum.

Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið

Einkafyrirtæki leigir skurðstofu af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um fimm daga í mánuði og greiðir stofnuninni fyrir hverja aðgerð. Stuttu eftir að samningar voru gerðir var samningur framlengdur, skyldur HSS auknar en leiguverð lækkað.

Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól

Sigurbjörgu Hlöðversdóttur barst bréf frá lögfræðistofu í gær þar sem skorað er á hana að tæma íbúð sína í Hátúni 10. Fær þrjá daga til að skila henni af sér, annars verði hún borin út af sýslumanni.

Handtaka fyrrverandi forseta fyrirskipuð

Cristina Fernández de Kirchner, fyrrverandi Argentínuforseti, er sökuð um að hafa hylmt yfir meinta aðild Írana að hryðjuverkaárás í Búenos Aíres til að tryggja hagstæða viðskiptasamninga.

Moore játar ekki ósigur

Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt.

Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt

Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 

Annþór laus við ökklabandið

Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær.

Ráðherra slær á væntingar

"Það verður ekki hægt að fara í allar þessar framkvæmdir; Tvöföldun Reykjanesbrautar, Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar, auk Sundabrautar og Borgarlínu allt á sama tíma og við erum að byggja tíu þúsund íbúðir í Reykjavík, Það hefur verið reynt áður og er útópía,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála.

Íhaldsmenn biðu ósigur eftir uppreisn flokksmanna

Ríkisstjórn Theresu May beið ósigur í neðri deild breska þingsins í kvöld þegar breytingartillaga við lagafrumvarp stjórnarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var samþykkt.

Líkfundur í Fossvogsdal

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um líkfund í Fossvogsdalnum í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir