Innlent

140 íbúðir á Nónhæð

Baldur Guðmundsson skrifar
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. vísir/anton brink
Bæjarstjórn Kópavogsbæjar hefur samþykkt breytingar á aðal- og deiliskipulagi sem heimilar að byggðar verði allt að 140 íbúðir á Nónhæð, skammt frá Smáralind. Um er að ræða þrjár lóðir undir fjölbýlishús á tveimur til fimm hæðum. Á fundinum var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi vegna athugasemda sem bárust í ferli málsins en fréttir voru sagðar af því fyrr á árinu að íbúasamtökin Betri Nónhæð lögðust gegn byggðinni.

Breytingarnar sem gerðar voru og samþykktar lúta aðallega að hæð fjölbýlishúsanna. Þær kveða á um að hámarkshæð húsanna lækki um 3,6 til 4,6 metra, eða eina hæð, frá fyrri tillögu. Fjölbýlishúsin verða að hámarki fjórar hæðir, en ekki fimm, eins og áður stóð til.

Reiturinn afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldasmára 2-22 til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Áætlað byggingamagn ofanjarðar er allt að 15.600 fermetrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×