Innlent

Ósáttur biskup vildi hætta fyrr

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup. vísir/GVA
„Það má auðvitað kalla það klúður þegar farið er af stað með svo mikilvægt mál eins og kjör biskups í kirkjunni og stöðva þarf kosningaferlið vegna þess að ákveðinn fjöldi kjörmanna var ekki valinn samkvæmt gildandi reglum,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, aðspurður um stöðuna í Skálholti nú þegar þarf að kjósa upp á nýtt um nýjan vígslubiskup.

Kristján Valur varð sjötugur þann 28. október síðastliðinn. „Það hefur verið venja að biskupar fái bréf um það úr ráðuneytinu hvenær þeir eru leystir frá störfum, einnig þeir sem verða sjötugir í embætti. Ég hef ekki fengið slíkt bréf og sit hér því þangað til,“ segir Kristján Valur, sem mun væntanlega gegna embætti vígslubiskups fram á Skálholtshátíð næsta sumar þegar nýr vígslubiskup verður settur í embætti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×